Taktu þátt í rafhlöðuteyminu

Hraðaðu umbreytingunni í átt að sjálfbærri orku

Hraðaðu umbreytingunni í átt að sjálfbærri orku

Tera er nýja Giga

Til að ná umbreytingunni í sjálfbæra orku verðum við að smíða rafbíla og orkugeymslur á hagstæðu verði og jafnframt byggja verksmiðjur hraðar og með mun minni fjárfestingu. Lykillinn að þessu er framleiðsla á rafhlöðum í terawattstundum og miklu hagkvæmari rafhlöður.

Við hjá Tesla smíðum ökutæki og verksmiðjur frá grunni. Nú gerum við það sama varðandi rafhlöður. Vertu með okkur og taktu þátt í að þróa rafhlöðuverkfræði, framleiðslu, efni, búnað og rekstraráskoranir framtíðarinnar – í einu lóðrétt samþættu teymi.

Verkfræði

Rafhlöður eru fínstillt rafefnafræðileg vélræn kerfi á míkronskala sem eru hannaðar til að vera fjöldaframleiddar í milljónavís á hverjum degi. Þróaðu rafhlöðutækni framtíðarinnar fyrir orku- og ökutækisnotkun í nýjustu og framsæknustu verksmiðjum okkar þar sem fram fara frumhönnun, ítarþróun og framleiðsla.

Framleiðsla

Þegar kemur að rafhlöðum er hönnun og framleiðsluaukning yfir 90 prósent af áskoruninni. Hjálpaðu okkur að ná terawattstundum í framleiðslu með því að endurskoða framleiðsluferli og búnað ásamt innanhússteymum okkar sem sjá um hönnun og framleiðslu.

Efni

Til að geta aukið mjög framleiðslu á virku efnunum í rafhlöðu þurfum við að endurhugsa hvernig við vinnum þau – frá upphaflegu efnunum í jörðu eða í endurunnum vörum til mínus- og plússkautanna í framleiddu rafhlöðunni. Teraverksmiðjur framtíðarinnar munu vinna hundruð rúmtonna af virkum efnum á hverri klukkustund og því hafa allar endurbætur í orku, efni eða skilvirkni mikinn ávinning í för með sér. Taktu þátt í viðleitni okkar til að bæta verulega litíum og plússkautsvinnslu um leið og við stóraukum framleiðslu á ódýru, orkuþéttu sílikoni í mínusskautum okkar.

Búnaður

Búðu til rafskaut og rafhlöðuvélar framtíðarinnar í teraverksmiðjum okkar. Hjálpaðu til við að hanna og innleiða besta framleiðslubúnað í heimi sem er háhraða, sístarfandi og nákvæmur með vöru- og framleiðsluteymum okkar.

Aðgerðir

Rafhlöðuverksmiðjur krefjast nákvæmni í efni, vélum, aðstöðu og framkvæmd til að byggja rafhlöður í miklu magni og gæðum. Hjálpaðu til við að keyra áfram uppbyggingu nýrra verksmiðja og vara frá hugmynd til hönnunar, uppsetningar, samþættingar, upphafi framleiðslu til fjöldaframleiðslu.

Taktu þátt í verkefninu:

Range Increase

kwh reduction

Range Increase

Range Increase

kwh reduction

Range Increase

Taktu þátt í rafhlöðuteyminu

    Tesla mun nota upplýsingarnar á þessu eyðublaði til að vinna úr fyrirspurn þinni í samræmi við persónuverndaryfirlýsingu fyrir hæfileikafólk Tesla.