Supercharger-hraðhleðsla fyrir aðra rafbíla

Aðgangur að víðtæku, þægilegu og áreiðanlegu hraðhleðsluneti er lykilatriði fyrir umfangsmikla notkun á rafbílum. Þess vegna höfum við, síðan við opnuðum fyrstu Supercharger-hleðslustöðvarnar okkar 2012, lagt áherslu á að stækka netið hratt. Í dag erum við með meira en 50.000 Supercharger-hleðslustöðvar um heim allan.

Valdar Supercharger-hraðhleðslustöðvar eru nú aðgengilegar ökumönnum annarra rafbíla í völdum löndum í gegnum Tesla-appið (útgáfa 4.2.3 eða nýrri). Ökumenn Tesla geta haldið áfram að nota þessar stöðvar eins og þeir hafa gert og við munum fylgjast grannt með álagi á hverjum stað og hlusta á viðskiptavini um hver reynsla þeirra er.

Það hefur alltaf verið markmið okkar að opna Supercharger-hraðhleðslunetið öðrum rafbílum og þannig hvetja fleiri ökumenn til að aka rafbílum.

Því fleiri viðskiptavinir sem nota Supercharger-hraðhleðslunetið því hraðar getum við stækkað það. Markmið okkar er að læra og útfæra fljótt, á meðan við stækkum net okkar hratt, til að við getum á endanum tekið á móti bæði ökumönnum Tesla og annarra rafbíla á öllum Supercharger-hraðhleðslustöðvum um heim allan.

Algengar spurningar

Almennt
Tesla appið
Tesla appið Sýna allt Fela allt
Greiðsla
Greiðsla Sýna allt Fela allt
Á staðnum
Á staðnum Sýna allt Fela allt