
Tesla hefur einsett sér að hjálpa slökkviliðum og neyðarviðbragðsaðilum að takast á öruggan hátt á við neyðartilvik sem varða allar Tesla vörur. Neyðarrofar eru fáanlegir sem gera kleift að losa orku úr ökutækinu á öruggan hátt ef það er nauðsynlegt til að bjarga farþegum.
- Leiðbeiningar um neyðarviðbrögð - 2016+
- Leiðbeiningar um neyðarviðbrögð - Model S Dual Motor - 2014/2015
- Leiðbeiningar um neyðarviðbrögð - 2014
- Leiðbeiningar um neyðarviðbrögð - 2012/2013
- Leiðbeiningablað fyrir viðbragðsaðila - 2022+
- Leiðbeiningablað fyrir viðbragðsaðila – 2016-2020
- Leiðbeiningablað fyrir viðbragðsaðila – 2012-2015
- Eigendahandbók
- Powerpack, Megapack
- Powerwall
- Supercharger væntanlegt
- Öryggisblöð Tesla (SDS) eru fáanleg ef þess er óskað. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.
Fyrir ökutækiseigendur
Ef slys verður skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
Dreptu á bílnum
Roadsters: Dreptu á bílnum og fjarlægðu lykilinn.
Model S og Model X: Settu í Park og stígðu út úr bílnum.
Model 3 og Model Y: Settu í Park með því að ýta á hnappinn á enda akstursrofans.
Tesla ökutæki eru rafknúin og eru hljóðlaus, jafnvel þegar orka er í aflrásinni.
Hringdu í vegaaðstoð
Hringdu í vegaaðstoð Tesla. Ef um neyðartilvik er að ræða skaltu hringja í 112.
Skoðaðu eigandaspjald ökutækis
Skoðaðu eigandaspjald ökutækisins í hanskahólfinu til að fá upplýsingar um vegaaðstoð sem tiltæk er allan sólarhringinn og leiðbeiningar um hvernig draga skal ökutækið.
Hafa samband
Ökutæki
Neyðarviðbragðsaðilar geta sent okkur spurningar á firstrespondersafety@tesla.com.
Stoðaðilar sem hafa spurningar um vegaaðstoð geta haft samband við Tesla Roadside Assistance.
Orka
Hafðu samband við okkur ef þú hefur spurningar um Powerpack og Megapack.
NA: +1 650 681 6060
EMEA: +31 2 08 88 53 32
APAC: +61 2 43 28 02 81
Ef þú hefur spurningar sem tengjast Powerwall geturðu sent okkur tölvupóst á PowerwallSupportEMEA@tesla.com.
Tesla leitast við að hafa upplýsingarnar á þessari síðu réttar og nákvæmar miðað við útgáfudaginn. Þar sem stöðugar endurbætur eru markmið Tesla áskiljum við okkur rétt til að breyta sumu eða öllu þessu efni hvenær sem er og án fyrirvara.