Persónuvernd
Gögnin þín tilheyra þér
Við höfum skuldbundið okkur til að vernda þig hvenær sem þú sest undir stýri í Tesla ökutæki. Sú skuldbinding nær til gagnaverndar þinnar. Markmið okkar er að ganga lengra en viðmið um persónuvernd í greininni segja til um og tryggja að persónuupplýsingar þínar séu aldrei seldar, raktar eða þeim deilt án þíns leyfis eða vitundar.
Gögn sem við munum aldrei deila
Tesla selur eða leigir aldrei gögnin þín til fyrirtækja þriðju aðila. Þar á meðal eru persónuupplýsingar þínar og akstursferill. Við deilum eingöngu upplýsingum um þig, vörurnar þínar eða hvernig þú notar þær með þínu samþykki.
Gögn sem við söfnum
Þó að við skoðum reglulega nafnlaus gögn úr alþjóðaflotanum okkar eru þessi gögn ekki tengd þér eða ökutækinu þínu. Gögnum sem tengd eru verksmiðjunúmeri ökutækis (VIN) er einungis safnað vegna fjargreiningar, til að veita þjónustu eða meðan á alvarlegu öryggisatviki stendur. Farðu yfir stillingar þínar eða farðu fram á afrit af gögnunum hvenær sem er með því að senda inn beiðni tengda gagnavernd.
Gögn sem þú geymir
Háþróaðir öryggiseiginleikar okkar eru hannaðir með hliðsjón af þinni persónuvernd. Með skuldbindingu Tesla um persónuvernd frá fyrsta degi er tryggt að upptökur úr Sentry Mode og mælaborðsmyndavél séu unnar og vistaðar í ökutækinu þínu eða í ytra tæki en aldrei á netþjónum Tesla.